Öryggi

YFIRLÝSING UM ÖRYGGI OG TRÚNAÐ

UK Beint virðir friðhelgi persónuupplýsinga um viðskiptavini sína. Tilgangurinn með þessari yfirlýsingu öryggi og trúnað er að koma því á framfæri hvers konar upplýsingum við höldum til haga um þig sem viðskiptavin, hvernig við kunnum að nota þær, hvernig við verndum þær, hvenær við getum nýtt þessar upplýsingar og hvaða val þú hefur varðandi upplýsingar um þig.

Með því að heimsækja vefinn okkar lýsir þú þig samþykkan þeim hefðum sem lýst er í núverandi yfirlýsingu um öryggi og trúnað. Ef þú hefur áður heimsótt vefinn okkar vinsamlega kynntu þér yfirlýsinguna að nýju til að fullvissa þig um að þú þekkir núverandi skilmála.

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi öryggi og trúnað við meðferð upplýsinga um þig geturðu haft samband við okkur með tölvupósti.

UPPLÝSINGAR SEM VIÐ SÖFNUM OG ERU EKKI PERSÓNUGREINANLEGAR

Upplýsingum sem ekki er hægt að tengja við einstaklinga er safnað með sjálfvirkum hætti um leið og þú kemur inn á vefinn okkar. Þar á meðal er svokölluð IP-tala þín (Internet Protocol), það er sú einkennistala sem tölvan þín fær sjálfkrafa í hvert skipti sem þú tengist við netið. Þessi tala gefur ekki til kynna nafn þitt, netfang né aðrar persónulegar upplýsingar. Við notum IP-töluna þína til þess að auðvelda okkur að greina vandamál á netþjóni okkar og í tengslum við vefstjórn.

Með svokölluðum kökum (cookies) söfnum við einnig upplýsingum sem ekki er hægt að tengja einstaklingum. Kaka er skrá staftöluorða sem vefsíða færir inn á harða diskinn á tölvunni þinni til þess að muna upplýsingar á meðan þú ferð á milli síðna innan vefsins eða þegar þú kemur aftur inn á vefinn. Við notumst við kökur til að varðveita upplýsingar um innkaupakörfuna þína á meðan þú skoðar aðrar síður á vefnum. Þegar þú hefur lokið því eru vörurnar enn í innkaupakörfunni. Við notumst einnig við kökur til að ná uppsöfnuðum upplýsingum um heimsóknir á vefinn, tíðni heimsókna og uppflettingar einstakra síðna innan vefsins. Með þessu móti getum við bætt viðmót og notagildi vefsins okkar. Þessar kökur safna ekki persónugreinanlegum upplýsingum né heldur tengjum við þær við persónuupplýsingar sem við höfum um þig.

UK Beint, auglýsendur okkar og auglýsingavefir kunna einnig að nýta kökur, sem og skrár sem kallast „Web beacons“ eða „Clear gifs“, til þess að komast að því, án tengingar við einstaklinga, hvaða auglýsingar og kynningar notendur vefsins okkar skoða og hvernig þeir bregðast við þeim. Hins vegar nýtum við þessa tækni ekki til að safna persónugreinanlegum upplýsingum.