Skilmálar

Greiðsluskilmálar

Notast er við Paypal, ein útbreiddasta og öruggasta greiðsluþjónusta sem völ er á í dag.  Hægt er að tengja PayPal við annaðhvort kredit- eða debitkort.

Einnig er hægt að símsenda greiðslu á okkur beint og við sendum þá vörurnar af stað eftir að greiðsla hefur borist. 

Hvað er paypal? 
PayPal er alþjóðlegt netgreiðslukerfi sem meðhöndlar greiðslur af kredit- og depitkortum. PayPal er auðvelt og öruggt kerfi fyrir einstaklinga og fyrirtæki til þess að senda greiðslur og taka á móti greiðslum á netinu fyrir vörur, þjónustu, góðgerðarstarfssemi, og svo framvegis. Nú þegar eru milljónir viðskiptavina að nota PayPal allann sólarhringinn.

 

Hvernig virkar PayPal og hvernig fara viðskiptin fram?

PayPal virkar þannig að notandi getur annaðhvort greitt beint með kreditkorti sínu með því að velja "Pay now" takkann eða notandi getur skráð kredit- eða debetkortið sitt í gagnagrunn hjá PayPal sem er læstur með 128 bita dulkóðun.   Með báðum leiðunum  gefur þú aldrei upp kreditkortanúmerið til okkar við viðskiptin heldur sér PayPal um öruggar greiðslur milli kaupanda og seljanda. 

Þegar þú skráir þig inná PayPal virkar það þannig að við skráninguna þá sendir Paypal þér smá greiðslu inná kortið þitt.  Þú getur séð þessar greiðslur á yfirlitinu hjá þér og stimplar þær inn á PayPal reikninginn þinn.  Eftir það opnast PayPal reikningurinn og þú getur keypt vörur út um allan heim í gegnum PayPal.  Við mælum eindregið með þessum örugga greiðslumiðli.

Afhending

Reiknað er með flutningi í verðum á heimasíðunni, þannig að öll verð sem þú sérð á síðunni eru með flutningi til Íslands og með afhendingu á stór-Reykjarvíkursvæðið og suðurnes með hraðsendingarþjónustu.  Opinber gjöld eru svo greidd við afhendingu og greiðist til hraðflutningafyrirtækisins þegar varan kemur til landsins.

Ábyrgð

Allar fartölvurnar eru seldar með Evrópuábyrgð, Toshiba, Fujitsu og Sony VAIO tölvurnar eru þjónustaðar af Nödrinum í Ármúla (www.nordinn.is

- Nördinn er viðurkenndur þjónustuaðili Toshiba, Fujitsu og Sony VAIO á Íslandi og hefur sankað að sér mörgum námskeiðum og gráðum m.a. frá Toshiba, Nördinn hefur m.a. kennsluréttindi frá Toshiba.